Nk. sunnudag 26.mars verður messa í Selfosskirkju þar sem boðunardags Maríu verður minnst. Líklega er ekkert myndefni í sögunni algengara eða vinsælla en María og litli drengurinn hennar, og um Maríu hafa líka verið samin mörg falleg tónverk. María var sterk kona sem falið var afar sérstakt hlutverk. Af henni getum við öll lært.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í umsjón Jóhönnu Ýrar og æskulýðsleiðtoga.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!