Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

Fermingarnámskeið í Selfosskirkju

Fermingarfræðsla fyrir verðandi fermingarbörn Selfossprestakalls hefst 16. ágúst kl. 09:00 í Selfosskirkju.  Fræðslan hefst með þriggja daga námskeiði sem verður í Selfosskirkju dagana 16.-18. ágúst frá 09:00 til 12:30.  Þeir foreldrar sem skráð hafa börn sín í fermingarfræðslu fá tölvupóst með nánari upplýsingum en þeir foreldar sem ekki hafa skráð börn sín í fræðsluna eru beðnir að hafa samband við Guðbjörgu Arndóttur með því að senda póst á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is  eða í síma 865 4444.  Allar nánari upplýsingar um fermingarfræðslu í Selfossprestakalli er að finna  hér á heimasíðunni undir flipanum fermingarstörfin.  Við hlökkum til að taka á móti nýjum hópi fermingarbarna og væntum uppbyggilegar, góðrar og skemmtilegar samveru með þeim.   

Með kærum kveðjum

Guðbjörg og Ninna Sif

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *