Sunnudaginn 13. ágúst verður hefðbundin messa í Selfosskirkju kl. 11:00. Barn verður borið til skírnar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Síðar um daginn verður útimessa á Silfurbergi. Lagt verður af stað upp bergið Kl. 17:00 og á toppi Silfurbergsins verður samveru- og bænastund. Gott að ljúka góðri skemmtun Sumars á Selfossi með göngu og íhugun um lífið, trúna og tilveruna. Hlakka til að sjá sem flesta. Guðbjörg Arnardóttir