Haustdagskrá barna og æskulýðsstarfs Selfosskirkju

Nú fer allt barna og æskulýðsstarf Selfosskirkju að hefjast.

Æskulýðsstarfið hefur sér hóp á Facebook sem heitir “Kærleiksbirnirnir – Æskulýðsfélag Selfosskirkju” áhugasamir geta sótt um aðganga að síðunni. Félagið er fyrir fermingarárganginn og upp að fyrsta árs nemum í framhaldsskóla.

Kirkjuskólinn er fyrir börn í 1. – 3. bekk og verður í Sunnulæk og Vallaskóla eins og síðustu ár og mun hefjast 12. og 14. september. Kirkjuskólinn verður nánar auglýstur í tölvupósti til foreldra á næstu dögum.

Nú bjóðum við upp á 9 – 10 ára starf (4. -5. bekkur) sem við köllum NTT það verður á miðvikudögum í safnaðarheimili Selfosskirkju kl. 15 – 16. Eins bjóðum við upp á 11 -12 ára starf (6. – 7. bekkur) eða ETT það verður á miðvikudögum kl. 16:15 – 17:15 í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Eins og fram hefur komið hefst sunnudagaskólinn 3. september kl. 11:00.

Nánari upplýsingar um barna og æskulýðsstarfið má fá með því að senda póst á johannayrjohannsdottir@gmail.com

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *