Nú er 6 – 9 ára starfið komið í jólafrí. Starfið mun hefjast aftur í janúar á nýju ári og verður auglýst sérstaklega.
Greinasafn eftir: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Brúðuleikritið um Pétur og úlfinn
Dagskráin framundan – fræðslu og æskulýðsstarf
Fræðslustarf í Selfosskirkju
Hverri árstíð fylgir ákveðinn sjarmi. Nú er komið að haustinu og láta ljós sitt skína með öllum sínum litbrigðum og þeim verkefnum sem fylgja.
Æskulýðsstarfið er nú hafið af fullum krafti. Unglingarnir í 8. – 10. bekk eru farnir að mæta á æskulýðsfundi á þriðjudögum kl. 19:30 – 21:15. Á æskulýðsfundum er farið í fjölbreytta leiki ásamt margvíslegum skapandi verkefnum. Í lok hverrar stundar er bænastund þar sem við ræðum málefni líðandi stundar eða það sem brennur á okkur hverju sinni og endum stundina á bænum. Hápunktar æskulýðsstarfsins eru landsmót sem að þessu sinni verður á Sauðárkróki, ef allt gengur upp, síðustu helgina í október og Febrúarmót í Vatnaskógi. Það er ómetanlegt að fá að upplifa viðburði eins og þessa þar sem unglingar hafa tækifæri til að hittast og skemmta sér á heilbrigðan hátt.
10 – 12 ára starfið verður eftir sem áður á miðvikudögum kl. 16 – 17. Við köllum starfið TTT (10 – 12 ára) en það nafn hefur fest sig í sessi undanfarin ár. TTT hefur svipaða uppbyggingu og unglingastarfið.
https://www.facebook.com/search/top?q=ttt%20(10-12%20%C3%A1ra)%20starf%20%C3%AD%20selfosskirkju
Fjölskyldusamverur á sunnudögum (áður sunnudagaskóli) verða í vetur kl. 13:00. Fjölskyldumessur verða á sama tíma og áður eða kl. 11:00. Við hvetjum sóknarbörn og aðra til að fylgjast með dagskránni hér á heimasíðunni því þó nokkrar spennandi breytingar verða í vetur. Fyrsta fjölskyldumessa haustins verður 13. september kl. 11:00 í Selfosskirkju, þá er fyrsta fjölskyldusamveran kl. 13:00 þann 20. september og síðan er stefnt að Kirkjubralli (Messy church) á Eyrarbakka 27. september kl. 11:00.
6- 9 ára starf (Kirkjuskóli) verður að þessu sinni staðsettur í kirkjunni sjálfri en ekki í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla og verður á miðvikudögum kl. 13:35 – 14:35. Hægt verður að skrá börnin í starfið í gegnum félagsskráningarkerfi Árborgar – Nori. (Skráningarhópar eru í vinnslu). Starfið mun byrja í næstu viku eða miðvikudaginn 9. september. Börnunum gefst kostur á að nýta frístundastrætó sem stoppar við Tónlistarskólann og mun starfsmaður kirkjunnar sækja börnin þangað og fylgja þeim til kirkju og aftur til baka í strætóinn.
https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/fristundir/fristundaakstur/
Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11:00 – 12:30. Foreldramorgnar eru tilvalin leið til að hitta aðra nýbakaða foreldra.
https://www.facebook.com/groups/286018154853258
Verið velkomin í kirkjuna,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, verkefnastjóri fræðslustarfs og samfélagsmiðla
Aþena Sól og Sara Líf útskrifast úr leiðtogaskólanum
Þann 18. maí var Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar slitið í Grensáskirkju við hátíðlega athöfn. Venja er að foreldrar unglinganna séu viðstaddir skólaslitin en svo var ekki að þessu sinni vegna kórónuveirunnar. Tvíburasysturnar Aþena Sól og Sara Líf Ármannsdætur útskrifuðust af seinni ári sínu í skólanum og eru nú fullgildir leiðtogar í æskulýðsstarfi. Við í Selfosskirkju óskum þeim hjartanlega til hamingju.
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ávarpaði unglingana og afhenti þeim skírteini um að þau hefðu lokið Leiðtogaskólanum. Jafnframt flutti hún bæn og blessun.
Umsjónarfólk með Leiðtogaskólanum eru þau Magnea Sverrisdóttir, djákni, Daníel Ágúst Gautason, djákni, og Kristján Ágúst Kjartansson, framkvæmdastjóri ÆSKR (Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum). Öll fluttu þau stutta ræðu þar sem þau þökkuðu unglingunum fyrir einstaklega gefandi kynni og hvöttu þá til dáða.
Nánar má lesa hér: https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/05/19/2/
Endurmenntun leiðtoga
Æskulýðsfulltrúi og leiðtogar úr barna og unglingastarfi Selfosskirkju sóttu á dögunum eflandi námskeið á vegum ÆSKÞ. Það er gríðarlega mikilvægt að starfsfólk kirkjunnar sæki námskeið sem þessi til að efla sig í starfi.
Frétt um námskeiðið má sjá hér á heimasíðu Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar
Barna- og unglingastarfið í kirkjunni
Nú er allt barna og unglingastarf kirkjunnar komið á fullt skrið á nýju ári.
Sem fyrr er 6-9 ára starf í Sunnulæk á þriðjudögum kl. 13 og á fimmtudögum kl. 13 í Vallaskóla. Skráningar fara fram á Skrámi https://selfosskirkja.skramur.is/login.php
Æskulýðsfundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30. Framundan hjá unglingunum er Febrúarmót í Vatnaskógi.
http://aeskr.is/februarmot/?fbclid=IwAR3bwusPQPQBXYbfcKIdsrwFakmHJ_pNnW6rOLxx7Rtr5k4je8abefi2Tdw
TTT 10 – 12 ára starf er á miðvikudögum kl. 16 – 17. Framundan í TTT er ma. TTT mót í Vatnaskógi í mars þar sem hópurinn gistir eina nótt.
Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11 – 12:30. https://www.facebook.com/groups/286018154853258/
Ný tímasetning á fjölskyldusamverum/sunnudagaskóla er kl. 13:00 á sunnudögum.
Næsta fjölskyldumessa verður 9. febrúar í umsjón sr. Gunnars og Rebekku leiðtoga.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju
Risa feluleikur!
Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskólinn/fjölskyldusamvera á sínum stað kl. 11:00. Þar sem messan verður kl. 20:00 þennan sunnudaginn ætlum við að nýta tækifærið og fara ma. í risa feluleik út um alla kirkjuna! Stundin er í umsjón Jóhönnu Ýrar æskulýðsfulltrúa og Sigurðar Einars tónlistarmanns.
Verið hjartanlega velkomin og sjáumst á sunnudaginn!
Jól í skókassa
Nú styttist í síðasta skiladag “Jól í skókassa” en lokaskiladagsetning í Selfosskirkju er 5. nóvember. Jól í skókassa er fallegt verkefni þar sem gjafir eru útbúnar ofan í skókassa en gjafirnar verða sendar til barna í Úkraínu. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/
Í fyrra söfnuðust 150 kassar hér á svæðinu og væri virkilega gaman að ná þeim fjölda aftur og jafnvel að gera enn betur.