Þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Nk. sunnudag 8.október verður þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju.  Þangað eru allir hvattir til að mæta í þjóðbúningum, en það er auðvitað engin skylda.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organist Ingi Heiðmar Jónsson, söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna leiðir sönginn.

Að messu lokinni verður messukaffi í Þjórsárverum, Pálinuboð þar sem allir leggja eitthvað til á kaffiborðið.

Meðfylgjandi mynd var tekin við  síðustu þjóðbúningamessu í Villingaholti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *