Í Allra heilagra messu minnumst við látinna ástvina með því að kveikja á kertum og þökkum fyrir líf þeirra með bænum, íhugun og tónlist.
Messan verður með einfölduðu formi – og áhersla á fallega tónlist og samveru í nánd.
Organisti er Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur og prestur er Jóhanna Magnúsdóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir, gegn vægu gjaldi.
Verið öll hjartanlega velkomin!