Á miðvikudögum í febrúar kl. 17.30 verður boðið upp á slökunarjóga í Selfosskirkju með bænaívafi. Um er að ræða klukkustundar langar samverur þar sem gerðar verða einfaldar jóga – og slökunaræfingar og iðkuð bæn. Umsjón með samverunum hefur Ragnheiður Eiríksdóttir jógakennari ásamt prestum Selfossprestakalls.
Þátttaka er gjaldfrjáls en við biðjum þau sem vilja taka þátt að skrá sig hjá prestunum á netföngin gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is. Æskilegt er að hafa með sér dýnu til að leggja á gólfið og jafnvel einnig hlýtt teppi. Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 7.febrúar nk.