Í Selfosskirkju gerum við okkur dagamun á konudaginn. Í messunni kl. 11 verður tónlistarveisla þar sem boðið verður upp á hljóðfæra leik og kirkjukórinn og unglingakórinn syngja. Að messu lokinni verður borin fram dýrindis súpumáltíð í safnaðarheimilinu sem Renuka Chareyre á Seylon reiðir fram ásamt sjálfboðaliðum úr kirkjustarfinu. Máltíðin mun kosta 1000 kr. og mun öll innkoman fara óskert í kaup á flygli í Selfosskirkju. Þá munu félagar úr Lionsklúbbi Selfoss gefa öllum konum sem koma til kirkju eina rós.