Axel, héraðsprestur messar á sunnudaginn, þann 24. júní kl. 11. Organisti er Ester Ólafsdóttir og kór kirkjunnar leiðir söng.
Sumarsólstöður voru 21. júní sl. en þann dag reis sólin hæst síðan 21. desember sl. Frá jólum til Jónsmessu þá er hugmyndin að jólaljósið magnist í okkur. Við ættum að vera búinn í 6 mánuði að efla það með okkur, sem vöxtur ljósins í náttúrunni hefur í okkur að segja. Og næstu sex mánuði, hvað ljósið, í náttúruinni sem dofnar hægt og sígandi, hefur að segja um okkar inna ljós. Nær það að ljóma?
Á þig, Jesú Krist, ég kalla,
kraft mér auka þig ég bið.
Hjálpa þú mér ævi alla,
að ég haldi tryggð þig við.
Líkna mér og lát mér falla
ljúft að stunda helgan sið. -Sálmur: 196