Samverustund fyrir syrgjendur

Jól í skugga sorgar og áfalla
Samvera fyrir syrgjendur verður í Selfosskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 20:00.  Erfitt getur verið að horfa fram til jóla og undirbúa þau í kjölfar missis eða áfalla.  Er stundin sérstaklega ætluð til þess að styðja við fólk í slíkum aðstæðum.  Kirkjukórinn syngur sálma, flutt verður hugleiðing og hægt að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina.  Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir sjá um stundina.  Kaffisopi í Safnaðarheimilinu á eftir.  Stundin er öllum opin.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *