Kærleiksbirnir í Vatnaskógi!

Helgina 15. – 17. febrúar fóru 18 hressir unglingar ásamt leiðtogum úr æskulýðsfélagi Selfosskirkju Kærleiksbirnunum á Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi. Á mótinu voru um 150 unglingar af stór Reykjavíkursvæðinu og nágrenni. Helgin var þéttskipuð fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Hópurinn gat ma. skemmt sér í hoppukastala, orrustu, spilum, borðtennis, skottaleik, karaoke og pottaferðum. Erna Kristín guðfræðinemi sá um fræðslu mótsins sem fjallaði um mikilvægi þess að hafa jákvæða líkamsímynd. Fastir liðir í dagskránnir voru einnig helgistundir, spurningakeppni, ball og atriðakeppni. Að þessu sinni sigraði Æskulýðsfélag Selfosskirkju atriðakeppnina með flutingi Viktors Kára Garðarssonar á laginu Rósinni. Helgin gekk glimrandi vel í alla staði og voru unglingarnir sjálfum sér og félaginu til sóma.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju