Aðalsafnaðarfundur í Selfosssókn þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20:00

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.
Dagskrá aðalsafnaðarfundar:
Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.
Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr. Starfsreglur um sóknarnefndir www2.kirkjan.is/node/11364):
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðar skuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra vara manna til 4ra ára.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur skoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
7. Kynntar verða tvær hugmyndir um sameiningu prestakalla. Annars vegar sameiningu Eyrarbakka- og Selfossprestakalla í eitt prestakall og hins vegar heildarsameiningu prestakalla í Flóahreppi, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ í eitt prestakall
8. Önnur mál. Sjá nánar www.selfosskirkja.is