Stuðningshópur fyrir syrgjendur í samvinnu við Hveragerðisprestakall

Stuðningshópur fyrir syrgjendur verður í Hveragerðiskirkju á miðvikudögum kl. 19:30
Fyrir öll þau sem hafa upplifað missi og syrgja.
Samverustundirnar eru í samvinnu við Selfosskirkju og verða
fjórar talsins, á miðvikudagskvöldum kl. 19:30–21 og verður
fyrsta samveran verður haldin miðvikudaginn 23. október nk.
Umsjón með samverunum hefur Sr. Gunnar Jóhannesson og
Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Samverurnar byggjast upp á
nærveru, samtali og hlustun eins og hverjum og einum hentar.
Að missa, syrgja og sakna er hluti mannlegs lífs. Allir sem
upplifað hafa missi og sorg eru hjartanlega velkomnir.
Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá sr. Gunnari
Jóhannessyni í síma 892-9115 eða í gegnum netfangið
gunnar.joh@icloud.com.
Verið hjartanlega velkomin.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *