Sunnudaginn 10.nóvember verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju. Barnakórinn syngur, biblíusaga, söngur og gleði. Umsjón hafa Edit Molnár, Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif. Ljúffeng súpumáltíð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.
Kl. 13.30 verður guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju. Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngurog leiðir almennan söng undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar organista, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður “pálínuboð” í Þingborg þar sem Ingi Heiðmar Jónsson fyrrum organist verður kvaddur og honum þökkuð vel unnin störf. Allir hjartanlega velkomnir!