Selfosskirkja hefur hafið það ferli að verða græn kirkja. Í ferlinu til þess þarf að uppfylla ákveðin skilyrði af gátlista umhverfisstarfs Þjóðkirkjunnar sem ber heitið ,,Græni söfnuðurinn okkar.” Selfosskirkja fékk í dag heimsókn frá Halldóri Reynissyni sem er í umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og fékk Selfosskirkja viðurkenninguna ,,Á grænni leið” og þarf ekki að uppfylla nema nokkur atriði í viðbót til þess að verða grænn söfnuður.