Næstkomandi sunnudag (6. apríl) er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og með henni lýkur með formlegum hætti sunnudagsskóla þessa vetrar í Selfosskirkju. Sr. Ninna Sif og sr. Axel annast prestsþjónustuna auk leiðtoga úr sunnudagsskólanum. Barn- og unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnar, syngur og leiðir sönginn. Suzuki fiðluhópur spilar ennfremur. Að venju verður boðið til léttrar hressingar í hádeginu í boði sóknarinnar. Þannig gefst okkur frekara tækfæri til samveru.
Verið öll velkomin og sjáumst í kirkjunni.