Aþena Sól og Sara Líf útskrifast úr leiðtogaskólanum

Þann 18. maí var Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar slitið í Grensáskirkju við hátíðlega athöfn. Venja er að foreldrar unglinganna séu viðstaddir skólaslitin en svo var ekki að þessu sinni vegna kórónuveirunnar. Tvíburasysturnar Aþena Sól og Sara Líf Ármannsdætur útskrifuðust af seinni ári sínu í skólanum og eru nú fullgildir leiðtogar í æskulýðsstarfi. Við í Selfosskirkju óskum þeim hjartanlega til hamingju.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ávarpaði unglingana og afhenti þeim skírteini um að þau hefðu lokið Leiðtogaskólanum. Jafnframt flutti hún bæn og blessun.

Umsjónarfólk með Leiðtogaskólanum eru þau Magnea Sverrisdóttir, djákni, Daníel Ágúst Gautason, djákni, og Kristján Ágúst Kjartansson, framkvæmdastjóri ÆSKR (Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum). Öll fluttu þau stutta ræðu þar sem þau þökkuðu unglingunum fyrir einstaklega gefandi kynni og hvöttu þá til dáða.

Nánar má lesa hér: https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/05/19/2/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *