Samkomubann, helgihald og safnaðarstarf

Starf í Selfoss- og Eyrarbakkaprestakalli meðan samkomubann er í gildi   
Ljóst er að mikil röskun verður á helgihaldi og safnaðarstarfi í kirkjunum okkar meðan á samkomubanni stendur.  Er erftirfarandi skipulag í samræmi við fyrirmæli frá biskupi Íslands og gildir út október.

Það sem fellur niður:
Allt helgihald í prestakallinu fellur niður í október.
• Allar messur, bæna- og kyrrðarstundir.
• Fjölskyldusamverur í Selfosskirkju.

• Æfingar hjá kirkjukórum prestakallsins falla niður.

• Foreldrasamverur á miðvikudagsmorgnum í Selfosskirkju . 

• Fyrirhuguðum fyrirlestrum og samverum í tengslum við makamissi.  

• Í ljósi aðstæðna á Selfossi verða næstu tvær vikurnar ekki æskulýðsfundir á þriðjudagskvöldum í Selfosskirkju.

Það starf sem heldur sér:
• Æfingar hjá Barna- og unglingakór Selfosskirkju verða með hefðbundnum hætti.  Þar verður allra sóttvarna gætt í hvítvetna og meira unnið með einsöng og tvísöng.

• 6-9 ára starf verður á sínum stað og sömuleiðis TTT.

• Fermingarfræðsla verður þá daga í október sem búið var að gefa út.

Selfosskirkja verður áfram opin á hefðbundum skrifstofutíma.  Við minnum á viðtalstíma presta frá 9-12 eða eftir samkomulagi.  Hægt er að hafa samband við presta prestakallsins í síma eða með tölvupósti. 

Guðbjörg Arnardóttir s. 865 4444 gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Gunnar Jóhannesson s. 8929115 gunnar.johannesson@kirkjan.is
Arnaldur Bárðarson s. 7668344 hnykar@gmail.com

Við bendum ykkur á að finna Selfosskirkju á Facebook og Instragram og aðrar kirkjur prestkallsins þar sem við miðlum uppörvandi og huggunarríkum orðum, bænum og öðru helgihaldi. 

Aðstæður getur áfram breyst hratt og uppfærum við aðgerðir okkar varðandi helgihald og safnaðarstarf í samræmi við það.  

Bænir okkar eru hjá hverjum og einum og íslensku samfélagi í heild. Það er gott að leggja allt sem framundan er, hverja stund og sérhvern dag, allar hugsanir, tilfinningar, áhyggjur og kvíða, í Guðs góðu hendur í þeirri trú og vissu að hann er engum nær en þeim sem til hans leitar og að ekkert geti gert okkur viðskila við kærleika hans.

Prestar og starfsfólk Selfoss- og Eyrarbakkaprestakalls.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *