Æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju
Sóknarnefnd Selfosskirkju auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa í 60% starf frá 1. janúar 2021, eða síðar í janúar eftir nánara samkomulagi. Hlutverk æskulýðsfulltrúa er að hafa umsjón með æskulýðs- og fræðslumálum kirkjunnar. Helstu verkefni eru umsjón með sunnudagaskóla og fjölskyldumessum, TTT, 6-9 ára, æskulýðsfundum og leiðtogaþjálfun. Menntun og reynsla sem nýtist í starfi nauðsynleg. Nánari upplýsingar um starfið og starfskjör veita Séra Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur sími:865-4444 og Guðmundur Búason gjaldkeri Sóknarnefndar sími:899-9613.
Umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun sinni og reynslu í æskulýðsstarfi. Umsóknir sendist í netpósti á selfosskirkja@selfosskirkja.is eða í bréfapósti á Sóknarnefnd Selfosskirkju b.t. Björns Inga Gíslasonar formanns, Kirkjuvegi, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 15. des. Umsækjandi þarf að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá á eftirfarandi eyðublaði: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf
Sóknarnefnd Selfosskirkju