Útiguðsþjónusta í Hellisskógi sunnudaginn 20. júní kl. 20:00

Helgihald sunnudagsins 20. júní verður í Hellinum í Hellisskógi kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur, stjórnandi með þeim verður Magnea Gunnarsdóttir, félagar úr Tónlistarskóla Árnesinga spila á blásturshljóðfæri. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Þetta verður falleg guðsþjónusta úti í náttúrunni. Gott væri ef þau sem treysta sér til komi gangandi eða hjólandi, þar sem bílastæðapláss er ekki mikið við Hellinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *