Kvöldmessa sunnudaginn 12. september kl. 20:00

Sunnudaginn 12. september verður kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur fallega kvöldsálma, organisti Edit A. Molnár og prestur Gunnar Jóhannesson. Það verður notalegt að eiga góða kvöldstund í kirkjunni.

Sunnudagaskólinn verður á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum.

Þau sem vilja koma til messu kl. 11:00 á sunnudagsmorgni er bent á guðsþjónustu í Stokkseyrarkirkju þennan sama sunnudag kl. 11:00. Þar syngur Kirkjukór Stokkseyrarkirkju og organisti er Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *