Bleik messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 17. október kl. 11:00.
Fulltrúi frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu flytur erindi.
Kirkjukórinn syngur fallega sálma, organisti Edit A. Molnár, prestur Arnaldur Bárðarson.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.
Viljum einnig minna á guðsþjónustu í Hraungerðiskirkju sunnudaginn 17. október kl. 13:30.
