Vegna hertra samkomutakmarkana

Í ljósi nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir sem gilda til 8. desember munum við gera eftirfarandi ráðstafanir:

=  Messur og aðventukvöld sem fyrirhuguð voru í öllum kirkjum Árborgarprestakalls á tímabilinu falla niður.

=  Sunnudagaskóli í Selfosskirkju verður áfram á sunnudögum kl. 11:00 sömuleiðis aðrar fyrirhugaðar barnasamverur í Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkju.

=  Morgunbænir í Selfosskirkju á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum kl. 9:15 verða áfram.

=  Kyrrðarstundir í Selfosskirkju á miðvikudögum kl. 17:00 verða áfram.

=  Kórastarf í Selfosskirkju verður með hefðbundnum hætti.

=  6-9 ára starf í Selfosskirkju starf verður áfram.

=  Auglýst verður síðar hvort TTT starf verður.

Tökum til okkar hvatningu Biskups Íslands í bréfi sem sent var út eftir að að tilkynnt var um nýja reglugerð:

,,Nú framundan er aðventa og jólahátíð. Það er von mín að með samhentu átaki þjóðarinnar verði hægt að kveða niður þessa bylgju og hægt verði að njóta hátíð ljóss og friðar með öllum þeim sem við elskum. Til þess þurfum við nú sem fyrr að sýna ábyrgð og varúð.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *