Kvöldmessa í Selfosskirkju

Kvöldmessa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 27. mars kl. 20:00.
Unglingakórinn syngur og fær liðsstyrk frá fyrrum félögum Unglingakórsins sem dusta rykið af raddböndunum og koma aftur syngjandi í kirkjuna okkar. Þetta verður falleg og góð stund. Stjórnandi og undirleikari verður auðvitað Edit A. Molnár og prestur Gunnar Jóhannesson.
Ætla má að fyrrum kórfélagar dragi fram krossinn sinn og beri um hálsinn.

Sunnudagaskóli verður sama sunnudaginn á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Umsjón með stundinni hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Bendum einnig á messu sem verður í Stokkseyrarkirkju sama sunnudag kl. 11:00.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *