Guðmundur djákni- nýr liðsmaður

Guðmundur Brynjólfsson djákni
Guðmundur Brynjólfsson djákni

Nú leysir af í hálfu starfi við Árborgarprestakall vegna veikinda í starfsliði kirkjunnar, Guðmundur Brynjólfsson, en hann tók vígslu sem djákni 2012 til Guðríðarkirkju í Reykjavík. Guðmundur er búsettur í Þorlákshöfn og var djákni þar frá 2015 til 2020. Undanfarin ár hefur hann fengist við skáldsagnagerð, leikritun, fræðimennsku og háskólakennslu fyrir utan djáknastörfin. Djákninn er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og meistarapróf í leiklistarfræðum. Áætlað er að Guðmundur verði hér við störf þar til 13. janúar 2023. Starfssvið Guðmundar djákna verður á sviðið fræðlsu- og líknarmál. Enn fremur mun hann leiða helgihald safnaðanna og sinna sálgæslu sem kallað er eftir. Sími Guðmundar er s. 899 6568 og netfang: gummimux@simnet.is.