Að ganga á fund áfalla, sorgar og missis

Skuggahliðin

Fyrirhugaðar eru fjórar samverur á næstunni í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við áföll, sorg og missi. Fyrsta skiptið verður mánudaginn 28. nóvmber kl. 17:30 og svo næstu þrjá mánudaga á sama tíma. Hvert skipti varir í tæpan klukkutíma. Stutt innlegg verður í upphafi hvers sinn og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík og djáknans Guðmundar Brynjólfssonar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574 eða axel.arnason@kirkjan.is eða Guðmundi djákna í síma 899 6568 eða gummimux@simnet.is.