Kvöldguðsþjónusta verður í Selfosskirkju kl. 20 þann 12. febrúar með lögum Valgeirs Guðjónssonar.
Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár hefur að undanförnu verið að æfa lög Valgeirs þar sem boðskapur um frið á jörðu og nátttúrvernd er undirtónninn. Valgeir muni sjálfur flytja sum laganna við undirleik Edit og unglingakór Selfosskirkju syngur. Séra Arnaldur Bárðarson opnar og leiðir bæn og blessun. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir flytur stuttar hugleiðingar við boðskap hvers lags.
Unglingakór Selfosskirkju skipa 14 stúlkur á aldrinum 13-16 ára.
Myndbandið var tekið upp við æfingu kórsins 9. febrúar í Selfosskirkju.
Verið öll velkomin.