Mögnuð tónlist í Selfosskirkju

Kirkjukór Selfosskirkju, undir stjórn Edit Anna Molnár, tók þátt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju í annað sinn. Fyrst á jólatónleikum þess í desember sl., og síðan 8. apríl á páskatónleikum hljómsveitarinnar „Magnificat“.
Einsöngvarar á þessum tónleikunum voru Helga Rós Indriðadóttir sópran, Gunnlaugur Bjarnason barítón. Auk þeirra komu þrir kórar fram með hljómsveitinni. Þetta voru Kirkjukór Selfosskirkju, Kammerkór Norðurlands og Skagfirski kammerkórinn. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson.
Seinni hluti tónleikanna var helgaður hinu magnaða verki Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter.
Takk fyrir frábæra frammistöðu og ógleymanlega tónleika.

Myndbandið lítur upp yfir kirkjubekkinn og sýnir frá æfingu fólksins.

Kórfólkið í Selfosskirkju og reyndar allt tónlistarfólkið lagði mikla undirbúningsvinnu í verkið eins og heyra mátti af flutninginum.

Frá samæfingu kórsins
Kóranir og hljómsveitin stillir strengi.

Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson ávarpar áheyrendur

Edit Anna Molnár kórstjóra þakkað fyrir og klappað lof í lófa eftir ríkulega sáningu og uppskeru.