Langar þig að taka beð í fóstur?

Langar þig til þess að láta gott af þér leiða?
Í nærumhverfi Selfosskirkju eru trjábeð sem þarfnast umhyggju, svo sem hreinsunar og að þeim sé hlúð. Þetta er frumraun, tilraun hjá okkur, en mikið væri það gaman ef einhver væri til í að hugsa um eitt beð eða svo, þannig að það sé ætíð fallegt á að líta. En beðin eru nokkur og því rúm fyrir nokkra einstaklinga eða fjölskyldur að taka beð í fóstur. Ef svo er endilega hafið samband við Guðnýju kirkjuvörð í síma 895 2175 eða selfosskirkja@selfosskirkja.is