Það er nóg framundan á öðrum sunnudegi í aðventu í Árborgarprestakalli.
Í Selfosskirkju verður stutt helgistund í kirkjunni kl. 11:00, strengjakvartett frá Tónlistarskóla Árnesinga spilar, síðan förum við yfir í safnaðarheimilið og þar verður dansað í kringum jólatréð og við fáum góða gesti í heimsókn.
Kl. 18:00 verður aðventukvöld Selfosskirkju. Þar syngja Kirkjukór Selfosskirkju og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju, einsöng syngur Guðbjörg Bjarnar Guðjónsdóttir. Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona flytur hugvekju.
Í Eyrarbakkakirkju verður aðventusamkoma kl. 14:00. Þar syngur Kirkjukórinn, organisti er Pétur Nói Stefánsson.

