Kvöldmessa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju

Sunnudaginn 19. mars verður sunnudagaskóli á hefðbundnum tíma kl. 11:00. Þar verða Sjöfn, Katrín og Dóra á sínum stað og sunnudagskólinn fær góða gesti því Stjörnukórinn kemur í sunnudagaskólann og syngur, Stjórnukórnum stjórna Edit og Kolbrún Hulda.

Kvöldmessa verður kl. 20:00. Þar koma fram hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Kirkjukórinn og Unglingakórinn syngja einnig, stjórnandi er Edit A. Molnár. Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.

Í prestakallinu þennan sunnudag verða fleiri messur því messa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur og Gunnlaugur Bjarnason syngur einsöng. Organisti er Pétur Nói Stefánsson og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa verður einnig í Hraungerðiskirkju kl. 14:00, Kirkjukórinn syngur, organisti er Guðmundur Eiríksson og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *