Tónlistarmessa verður klukkan 11 í kirkjunni.
Framhaldsnemendur í Tónlistarskóla Árnesinga leika og syngja, en Edit organisti og kirkjukórinn leiða almennan safnaðarsöng. Séra Ása Björk leiðir messuna og hugleiðir. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.
Sunnudagaskólinn verður einnig klukkan 11, í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.
Kökubasar Unglingakórsins verður fyrir og eftir messuna!
Kl 17:00 verður Opin Söngstund fyrir öll áhugasöm í kirkjunni með barna- og unglingakórum.
