Helgihald sunnudaginn 2. júní

Sunnudagurinn 2. júní er sjómannadagur og í Árborgarprestakalli er hefðbundið helgihald í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Selfosskirkju verður kvöldmessa.

Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta í Stokkseyrarkirkja á sjómannadag 2. júní kl. 11:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á sjómanndag 2. júní kl. 14:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Selfosskirkja
Kvöldmessa sunnudaginn 2. júní kl. 20:00.  Kirkjukórinn syngur og hitar upp fyrir kórferðalag sem er framundan, fallegur kórsöngur undir yfirskriftinni:  ,,Söngur fyrir Króatíu.”  Organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Nú hefur verið út helgihaldið í sumar í Árborgarprestakalli og er það með fjölbreyttum hætti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *