Að kvöldi síðasta dags ,,Kótilettunnar” munum við mætast í húsi Drottins og líta innávið. Textarnir fjalla m.a. um leitina að tilgangi lífsins, þess sem það hefur uppá að bjóða og nauðsyn þess að tilheyra.
Prestur er Ása Björk og tónlistina leiðir Ester organisti ásamt kirkjukórnum okkar. Öll eru innilega velkomin í þessa guðsþjónustu lestra, hugleiðingar og söngs.