Tónlistarmessa 10. mars

Tónlistarmessa verður klukkan 11 í kirkjunni.

Framhaldsnemendur í Tónlistarskóla Árnesinga leika og syngja, en Edit organisti og kirkjukórinn leiða almennan safnaðarsöng. Séra Ása Björk leiðir messuna og hugleiðir. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

  Sunnudagaskólinn verður einnig klukkan 11, í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

  Kökubasar Unglingakórsins verður fyrir og eftir messuna! 

Kl 17:00 verður Opin Söngstund fyrir öll áhugasöm í kirkjunni með barna- og unglingakórum.

Kvöldguðsþjónusta 18. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl 20:00 með ástarþema í lestrum, orðum og tónum. Ester organisti og kirkjukórinn leiða sönginn, séra Ása Björk prédikar og leiðir guðsþjónustuna.

Sunnudagsskóli klukkan 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

Við minnum á þriðjudagssamveruna 20. febrúar klukkan 14. Gestur er Þórdís Kristjánsdóttir, fv kennari.

Minnum einnig á Stjörnukórsnámskeið sem hefst 27. febrúar. Sjá heimasíðu

Hlakka til að sjá ykkur!

Kvöldguðsþjónusta 18. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl 20:00 með ástarþema. Ester organisti og kirkjukórinn leiða sönginn, séra Ása Björk prédikar og leiðir guðsþjónustuna.

Sunnudagaskóli kl 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

Við minnum á þriðjudagssamveruna 20. febrúar kl 14. Gestur er Þórdís Kristjánsdóttir, fv kennari.

Minnum einnig á Stjörnukórsnámskeið sem hefst 27. febrúar. Sjá heimasíðu

Hlakka til að sjá ykkur!

Messuhald á nýju ári

Sunnudaginn 7. janúar verður Sunnudagaskóli kl 11, með Sjöfn og leiðogunum.

Einnig verður messa kl 11. Kirkjukórinn leiðir sönginn við undirleik Elísu Elíasdóttur. Séra Ása Björk þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir messuna verður boðið upp á dýrindis súpu og brauð í safnaðarheimilinu á 1500 krónur (reiðufé). Öll eru innilega velkomin!

  Almennt safnaðarstarf hefst 9. janúar; morgunbænir, kóra- og barnastarf.

1. sunnudagur í aðventu, 3. desember

Nú erum við tilbúin að ganga saman inn í aðventuna í Selfosskirkju. Messa klukkan 11 og sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni með okkur. Við kveikjum einu kerti á og börn eru hvött til að koma með jólaskraut til að setja á tréð okkar, sem einungis verður með ljósum á!

Ester of kirkjukórinn leiða sönginn og séra Ása Björk þjónar fyrir altari. Hlökkum til að sjá þig <3

Fermingarfræðsla

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að fermingarbörnin á Selfossi söfnuðu fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar í gær og það gildir sem fermingarfræðsla bæði fyrir gærdaginn og daginn í dag 🙂

Njótið dagsins og ekki sakna okkar of mikið! Sjá allar nánari upplýsingar í pósti okkar til foreldra fermingarbarna

Bleik Messa sunnudaginn 15. október kl. 20:00 í Selfosskirkju

Sunnudagaskóli klukkan 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna. Öll eru innilega velkomin!

Bleik kvöldmessa verður í Selfosskirkju klukkan 20. Sérstakur gestur er Bryndís Guðmundsdóttir sem leiðir okkur á sinn jákvæða máta í gegnum það að greinast og vinna í gegnum krabbamein og einnig um það starf sem fram fer á vettvangi bleiku slaufunnar. Séra Ása Björk þjónar. Ester og kirkjukórinn leiða sönginn. Öll eru velkomin og ekki skemmir fyrir ef þið eigið eitthvað bleikt til að klæðast eða hafa með <3

.

Sköpunarmessa sunnudaginn 24. september kl 11

Messa með altarisgöngu þar sem sköpunarþemað verður gegnumgangandi, klukkan 11.

Ester organisti og kór kirkjunnar leiða okkur í söngnum, en Guðmundur meðhjálpari og séra Ása Björk leiða messuna. Íris kirkjuvörður verður á staðnum og býður uppá kaffisopa eftir messuna. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega hvött til að ganga til altaris. Öll eru hjartanlega velkomin!

Fjölskylduguðsþjónusta 3. september kl 11

Æskulýðsguðsþjónusta í Selfosskirkju klukkan 11 sunnudaginn 3. september. Guðsþjónustan markar upphaf hauststarfsins og öll sem vilja taka þátt í æskulýðs- og söngstarfi komið og skráið ykkur! Söfnuður og fermingarbörnin syngja saman undir stjórn Editar, Sjöfn og séra Ása Björk leiða stundina. Sálmar sérvaldir til að öll syngi með og gleðjist á þessum tímamótum þegar umræðuefni prédikunarinnar er kærleikur og virðing.   Bænahópar og fleira hefst þessa vikuna, vinsamlegast sjáið allar upplýsingar á síðunni okkar.