Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 14. júlí kl. 20:00

Að kvöldi síðasta dags ,,Kótilettunnar” munum við mætast í húsi Drottins og líta innávið. Textarnir fjalla m.a. um leitina að tilgangi lífsins, þess sem það hefur uppá að bjóða og nauðsyn þess að tilheyra.

Prestur er Ása Björk og tónlistina leiðir Ester organisti ásamt kirkjukórnum okkar. Öll eru innilega velkomin í þessa guðsþjónustu lestra, hugleiðingar og söngs.

Messa á Uppstigningardegi kl 11:00

Eins og hefð er á Uppstigningardegi er messa dagsins helguð eldri borgurum. Messan verður í samstarfi við Bessastaðasókn og koma þau til okkar í þetta sinn ásamt kórnum Garðálfarnir og presti sínum sr Hansi Guðbergi Alfreðssyni. Einnig verður Hörpukórinn með okkur og það mun klárlega verða mikið um söng og gaman! Séra Ása Björk Ólafsdóttir þjónar fyrir altari en hún og Hans Guðberg munu prédika saman. Djákni Bessastaðasóknar og djáknanemi okkar munu taka þátt í messunni. Súpa verður í boði Héraðssjóðs að henni lokinni. Öll eru innilega velkomin!

Tónlistarmessa 10. mars

Tónlistarmessa verður klukkan 11 í kirkjunni.

Framhaldsnemendur í Tónlistarskóla Árnesinga leika og syngja, en Edit organisti og kirkjukórinn leiða almennan safnaðarsöng. Séra Ása Björk leiðir messuna og hugleiðir. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

  Sunnudagaskólinn verður einnig klukkan 11, í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

  Kökubasar Unglingakórsins verður fyrir og eftir messuna! 

Kl 17:00 verður Opin Söngstund fyrir öll áhugasöm í kirkjunni með barna- og unglingakórum.

Kvöldguðsþjónusta 18. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl 20:00 með ástarþema í lestrum, orðum og tónum. Ester organisti og kirkjukórinn leiða sönginn, séra Ása Björk prédikar og leiðir guðsþjónustuna.

Sunnudagsskóli klukkan 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

Við minnum á þriðjudagssamveruna 20. febrúar klukkan 14. Gestur er Þórdís Kristjánsdóttir, fv kennari.

Minnum einnig á Stjörnukórsnámskeið sem hefst 27. febrúar. Sjá heimasíðu

Hlakka til að sjá ykkur!

Kvöldguðsþjónusta 18. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl 20:00 með ástarþema. Ester organisti og kirkjukórinn leiða sönginn, séra Ása Björk prédikar og leiðir guðsþjónustuna.

Sunnudagaskóli kl 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

Við minnum á þriðjudagssamveruna 20. febrúar kl 14. Gestur er Þórdís Kristjánsdóttir, fv kennari.

Minnum einnig á Stjörnukórsnámskeið sem hefst 27. febrúar. Sjá heimasíðu

Hlakka til að sjá ykkur!

Messuhald á nýju ári

Sunnudaginn 7. janúar verður Sunnudagaskóli kl 11, með Sjöfn og leiðogunum.

Einnig verður messa kl 11. Kirkjukórinn leiðir sönginn við undirleik Elísu Elíasdóttur. Séra Ása Björk þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir messuna verður boðið upp á dýrindis súpu og brauð í safnaðarheimilinu á 1500 krónur (reiðufé). Öll eru innilega velkomin!

  Almennt safnaðarstarf hefst 9. janúar; morgunbænir, kóra- og barnastarf.

1. sunnudagur í aðventu, 3. desember

Nú erum við tilbúin að ganga saman inn í aðventuna í Selfosskirkju. Messa klukkan 11 og sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni með okkur. Við kveikjum einu kerti á og börn eru hvött til að koma með jólaskraut til að setja á tréð okkar, sem einungis verður með ljósum á!

Ester of kirkjukórinn leiða sönginn og séra Ása Björk þjónar fyrir altari. Hlökkum til að sjá þig <3

Fermingarfræðsla

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að fermingarbörnin á Selfossi söfnuðu fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar í gær og það gildir sem fermingarfræðsla bæði fyrir gærdaginn og daginn í dag 🙂

Njótið dagsins og ekki sakna okkar of mikið! Sjá allar nánari upplýsingar í pósti okkar til foreldra fermingarbarna