Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Messa verður í Selfosskirkju 24. nóvember klukkan 11:00. Þessi messa markar lok kirkjuársins og hið nýja hefst næsta sunnudag, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við verðum með altarisgöngu. Séra Ása Björk prédikar og þjónar fyrir altari, en kirkjukórinn og Ester organisti leiða okkur í ljúfum sálmasöngnum.

Sunnudagaskólinn er einnig klukkan 11 undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna.

Öll eru innilega velkomin í báðar stundirnar!

Helgihald 3. nóvember

Klukkan 11:00 Sunnudagaskóli sem Sjöfn og leiðtogarnir leiða. Öll eru innilega velkomin!

Klukkan 20:00 Allra heilagra messa, þar sem við minnumst þeirra sem dáið hafa síðastliðið ár, tendrum á kertum í minningu þeirra, auk þess sem við þökkum fyrir líf þeirra og allt það sem þau hafa verið okkur. Séra Ása Björk leiðir stundina, organisti er Edit, kirkjukórinn leiðir sönginn í messunni og Anna María Konieczna syngur einsöng. Öll eru innilega velkomin!

Bleik messa sunnudaginn 13. október kl 11:00

Bleik messa klukkan 11:00 á sunnudag. Þorvaldur Guðmundsson, aðstandandi, mun flytja okkur vitnisburð. Boðið verður uppá smurningu í lok messunnar. Prestur er Ása Björk og um tónlistina sjá Edit organisti og meðlimir kirkjukórsins. Öll sem það geta eru hvött til að mæta í einhverju bleiku eða með slaufuna.

  Sunnudagaskólinn er einnig bleikur og er klukkan 11:00 í safnaðarheimilinu, undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna. Öll hjartanlega velkomin!

Selfosskirkja – Skólatöskublessun!

Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 1. september klukkan 11:00. Messan markar upphaf alls barna- og unglingastarfs vetrarins. Yngri börn (t.d. 5-7 ára) eru sérstaklega hvött til að mæta með skólatöskuna sína til að fá skólatöskublessun í messunni! Barna- og unglingakór kirkjunnar leiðir sönginn og Edit A Molnár leikur á flýgilinn. Ása Björk prestur og Sjöfn æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Hlökkum mikið til að sjá ykkur!

Fermingarfræðslan er að hefjast!

Kæru foreldrar og forráðafólk fermingarbarns

Nú er komið að upphafi fermingarfræðslu vetrarins og við erum mjög spennt!

Miðvikudag 21. ágúst og fimmtudag 22. ágúst verður fræðslan sem hér segir:

Samhristingur, pulsupartý, leikir og fræðsla.

Við munum hitta börnin í tveimur hópum í Selfosskirkju báða dagana

Vallaskóli og Flóaskóli kl. 13-14:45

Sunnulækjaskóli og BES kl 15-16:45

Endilega látið þetta fréttast til þeirra sem hugsanlega eru ekki búin að skrá barnið sitt hjá okkur!

Með kærri kveðju,

prestar Árborgarprestakalls





Gæludýrablessun

verður í guðsþjónustunni, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 14:00!
Öll eru velkomin að koma með gæludýrin sín eða mynd af þeim 😻
Við verðum úti ef veður leyfir. Endilega látið þetta fréttast, því það verður örugglega mjög gaman og spurning hvort prestur kemst nokkuð að fyrir gleði dýranna og eigenda þeirra 😉
Prestur verður Ása Björk og tónlistina leiða Ester organisti og kirkjukórinn okkar 🎶
Í tilefni Gleðidaga eru kirkjugestir hvattir til að mæta í litríkum fötum🔴🟠🟡🟢🔵🟣 <3

May be a doodle of köttur og hundur

Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 14. júlí kl. 20:00

Að kvöldi síðasta dags ,,Kótilettunnar” munum við mætast í húsi Drottins og líta innávið. Textarnir fjalla m.a. um leitina að tilgangi lífsins, þess sem það hefur uppá að bjóða og nauðsyn þess að tilheyra.

Prestur er Ása Björk og tónlistina leiðir Ester organisti ásamt kirkjukórnum okkar. Öll eru innilega velkomin í þessa guðsþjónustu lestra, hugleiðingar og söngs.