Sköpunarmessa sunnudaginn 24. september kl 11

Messa með altarisgöngu þar sem sköpunarþemað verður gegnumgangandi, klukkan 11.

Ester organisti og kór kirkjunnar leiða okkur í söngnum, en Guðmundur meðhjálpari og séra Ása Björk leiða messuna. Íris kirkjuvörður verður á staðnum og býður uppá kaffisopa eftir messuna. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega hvött til að ganga til altaris. Öll eru hjartanlega velkomin!

Fjölskylduguðsþjónusta 3. september kl 11

Æskulýðsguðsþjónusta í Selfosskirkju klukkan 11 sunnudaginn 3. september. Guðsþjónustan markar upphaf hauststarfsins og öll sem vilja taka þátt í æskulýðs- og söngstarfi komið og skráið ykkur! Söfnuður og fermingarbörnin syngja saman undir stjórn Editar, Sjöfn og séra Ása Björk leiða stundina. Sálmar sérvaldir til að öll syngi með og gleðjist á þessum tímamótum þegar umræðuefni prédikunarinnar er kærleikur og virðing.   Bænahópar og fleira hefst þessa vikuna, vinsamlegast sjáið allar upplýsingar á síðunni okkar.

Útiguðsþjónusta sunnudaginn 16. júlí klukkan 11

Ef veður leyfir, munum við hafa útiguðsþjónustu þennan sunnudag, 16. júlí klukkan 11, með kaffi/tei/vatni og kexi. Annars látum við fara vel um okkur inni. Þema guðsþjónustunnar er úr Fjallræðunni, um trúna, vonina og kærleikann.

Meðlimir úr kirkjukórnum okkar leiðir sönginn.

Munum að Guð vakir yfir okkur alla daga.