Messa, kökubasar og sunnudagaskóli!

Sunnudagurinn 16. mars er annar sunnudagur í föstu. Þá verður Messa klukkan 11:00. Unglingakórinn syngur okkur inn, Edit leikur á orgelið og kirkjukórinn leiðir sönginn. Séra Ása Björk þjónar.

Kökubasar Unglingakórsins verður eftir messuna.

Sunnudagaskólinn verður klukkan 11:00 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

Öll eru innilega velkomin!

Konudags- og Biblíudagsmessa

Sunnudaginn 23. febrúar klukkan 11:00 erum við með Konudags- og Biblíudagsmessu, sem einnig ber uppá sunnudag Hinsegindaga í Árborg. Úr þessu þrennu vonumst við til að gera örlítið hinsegin guðsþjónustu með nýja messuforminu. Prestur er Ása Björk, organisti er Ester Ólafsdóttir og sönginn leiðir kirkjukórinn okkar.

Sunnudagaskóli einnig klukkan 11:00, í safnaðarheimilinu. Sjöfn æskulýðsfulltrúi leiðir stundina með hjálp leiðtoganna.

Tilraunamessa!

Messa með nýja forminu ásamt altarisgöngu klukkan 11 sunnudaginn 2. febrúar.

Við erum búin að sitja yfir tillögum að nýju messuformi, sem miðar að því að sleppa þéringum og gera messuna aðgengilegri okkur sem byggjum Ísland í dag. Nú er loksins komið að tilraunamessunni og rúsínan í pylsuendanum er að við munum ræða saman eftir messuna yfir kaffibolla eða vatnssopa, til þess að sjá hvað mætti betur fara og hvað okkur líkar sérlega vel við! Prestur er Ása Björk, organisti er Adit Molnár og kirkjukórinn leiðir sönginn. Þú ert velkomin/n og allt þitt fólk.

Sunnudagaskóli klukkan 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón hafa Sjöfn og leiðtogarnir. Öll eru innilega velkomin!

Barnakór Selfosskirkju

Barnakór Selfosskirkju auglýsir eftir fleiri söngelskum börnum! Í kórnum er fullt af kátum krökkum í 2.-4. bekk sem ætla að syngja m.a. í messum, á skemmtikvöldum og vortónleikum. Svo verður vorferð og aldrei að vita nema við syngjum og skemmtum okkur með fleiri barnakórum!
Starfið hófst aftur þriðjudaginn 7. janúar og kóræfingar eru á milli klukkan 16:00-16:45 á þriðjudögum. Allt kórastarf í Selfosskirkju er ókeypis og hægt er að skrá sig á selfosskirkja.skramur.is eða hafa samband við Bergþóru Kristínardóttir í berg.runars@gmail.com

Blá messa og fleira sunnudaginn 15. desember

11:00 Sunnudagaskóli undir leiðsögn Sjafnar og leiðtoganna

15:00 Jólasöngstund sem unglingakórinn okkar leiðir og kaffisala til styrktar kórnum í lok stundarinnar. Gestasöngvari er Maríanna Másdóttir og kórstýra/meðleikari er Edit A Molnár

20:00 Blá jólamessa, hugljúf stund sniðin að þeim sem hafa misst, finna til saknaðar eða kvíða í aðdraganda jóla. Séra Ása Björk leiðir stundina og tónlistina leiða kirkjukórinn ásamt Edit organista

Öll eru innilega velkomin í allar stundirnar

Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Messa verður í Selfosskirkju 24. nóvember klukkan 11:00. Þessi messa markar lok kirkjuársins og hið nýja hefst næsta sunnudag, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við verðum með altarisgöngu. Séra Ása Björk prédikar og þjónar fyrir altari, en kirkjukórinn og Ester organisti leiða okkur í ljúfum sálmasöngnum.

Sunnudagaskólinn er einnig klukkan 11 undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna.

Öll eru innilega velkomin í báðar stundirnar!

Helgihald 3. nóvember

Klukkan 11:00 Sunnudagaskóli sem Sjöfn og leiðtogarnir leiða. Öll eru innilega velkomin!

Klukkan 20:00 Allra heilagra messa, þar sem við minnumst þeirra sem dáið hafa síðastliðið ár, tendrum á kertum í minningu þeirra, auk þess sem við þökkum fyrir líf þeirra og allt það sem þau hafa verið okkur. Séra Ása Björk leiðir stundina, organisti er Edit, kirkjukórinn leiðir sönginn í messunni og Anna María Konieczna syngur einsöng. Öll eru innilega velkomin!

Bleik messa sunnudaginn 13. október kl 11:00

Bleik messa klukkan 11:00 á sunnudag. Þorvaldur Guðmundsson, aðstandandi, mun flytja okkur vitnisburð. Boðið verður uppá smurningu í lok messunnar. Prestur er Ása Björk og um tónlistina sjá Edit organisti og meðlimir kirkjukórsins. Öll sem það geta eru hvött til að mæta í einhverju bleiku eða með slaufuna.

  Sunnudagaskólinn er einnig bleikur og er klukkan 11:00 í safnaðarheimilinu, undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna. Öll hjartanlega velkomin!