Það er okkur ánægja að kynna til leiks Bergþóru Kristínardóttur sem mun stjórna barnakór Selfosskirkju í vetur, ásamt Edit Molnár organista kirkjunnar.
Bergþóra Kristínardóttir er 29 ára Selfyssingur sem ólst upp í tónlist í Selfosskirkju og tónlistaskóla Árnesinga. Þar lauk hún framhaldsprófi á fiðlu hjá Mariu Weiss og söng í barna og unglingakórum fyrst hjá Glúmi Gylfasyni og svo hjá Edit Molnár. Seinna söng hún í kór FSu, kór Listaháskóla Íslands og kammerkvennakórnum Impru. Hún hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitarverkefnum sem fiðluleikari m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit suðurlands undanfarin þrjú ár. Bergþóra býr nú á Selfossi með fjölskyldu sinni og er spennt fyrir því að vera komin aftur í kórastarfið í öðru hlutverki.