Helgihald sunnudaginn 6. október

Sunnudaginn 6. október verður nóg um að vera í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað með Sjöfn og leiðtogum kl. 11:00
Kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Félagar í Kirkjukór Selfosskirkju annast tónlistina sem verður með óhefðbundnum hætti, gítarleikur, létt dægurlög og sálmar.  Organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Stokkseyrarkirkja
Messa sunnudaginn 6. október kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Villingaholtskirkja
Þjóðbúningamessa sunnudaginn 6. október kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kirkjugestir eru hvattir til að koma í þjóðbúningum til messunnar.  Eftir messuna verður kirkjukaffi eða pálínuboð í Þjórsárveri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *