Barnakór Selfosskirkju auglýsir eftir fleiri söngelskum börnum! Í kórnum er fullt af kátum krökkum í 2.-4. bekk sem ætla að syngja m.a. í messum, á skemmtikvöldum og vortónleikum. Svo verður vorferð og aldrei að vita nema við syngjum og skemmtum okkur með fleiri barnakórum!
Starfið hófst aftur þriðjudaginn 7. janúar og kóræfingar eru á milli klukkan 16:00-16:45 á þriðjudögum. Allt kórastarf í Selfosskirkju er ókeypis og hægt er að skrá sig á selfosskirkja.skramur.is eða hafa samband við Bergþóru Kristínardóttir í berg.runars@gmail.com