Við viljum vekja athygli á vikulegum bænastundum í Selfosskirkju.
Á þriðjudögum kl. 12:00 er kyrrðarbæn, setið er kirkjunni í bæn, þögn og íhugun í 20 mínútur.
Á miðvikudögum kl. 10:00 er bænastund inni í kirkjunni og eftir bænastundina sem er í kringum 15 mínútur er boðið upp á kaffisopa og gott samtal í safnaðarheimili kirkjunnar.
Verið velkomin til samveru í kirkjunni okkar!