Sjá þann mikla flokk

Kirkjukór Selfosskirkju tekur þátt í þessari spennandi dagskrá og kórasamstarfi í Skálholtskirkju

Söngdagskrá, lestrar og bænir verða í Skálholtskirkju laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 20.00. Kirkjukórar í Suðurprófastdæmi munu flytja tónlist sem hæfir þessum tíma kirkjuársins, prestar annast lestra ásamt vígslubiskupi. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stýrir dagskránni.

Flytjendur tónlistar eru Þóra Gylfadóttir, sópran, László Kéringer, tenór, kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og Haraldar Júlíussonar, kór Selfosskirkju, stjórnandi Edit Molnár, kór Hveragerðiskirkju, stjórnandi Miklós Dalmay og Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar.