Dagana 19.-29. nóvember verður boðið upp á kórnámskeið í Selfosskirkju á fimmtudögum kl. 14.30-15.15 og föstudögum kl. 17-17.45. Allir krakkar á aldrinum 6-10 ára eru hjartanlega velkomnir! Farið verður í tónlistarleiki og mikið sungið.
Kennarar verða Edit Molnár, Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og Magnea Gunnarsdóttir. Að því loknu munu þátttakendur koma fram í fjölskyldumessu í Selfosskirkju sunnudaginn 29.nóvember.
Til þess að skrá barn til leiks skal senda tölvupóst til Editar, edit@simnet.is þar sem fram kemur nafn og aldur.
Námskeiðið er ókeypis og er styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands.