Nú er að hefjast starf sem er fyrir tíu til tólf ára börn. Unnið verður með ákveðið þema. Við byrjum á þemanu Aðventan og jólin.
EInnig munum við fara í rannsóknarleiðangur um kirkjuna, fara í leiki, föndra, skoða myndefni, fræðast um bænina og jafnvel búa til stuttmyndir.
TTT fundir eru á miðvikudögum í Selfosskirkju kl. 15-16. Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín í starfið með því að senda tölvupóst á johannayrjohannsdottir@gmail.com.
Umsjón með TTT starfinu hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju.