Aðventa

Alla þriðjudaga til föstudaga er tíðasöngur og morgunbænir í Selfosskirkju kl. 10:00.  Í dag settum við okkur aðventustellingar og munum við fram að jólum setja örlítið meira krydd í samveruna yfir kaffibollanum eftir tíðasönginn.  Byrjað var í dag að lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, lestrinum er skipt í 10 lestra sem verða lesnir í beinu framhaldi af tíðasöngnum.  Í fjögur skipti þessa morgna fáum við einnig gest í heimsókn til okkar sem deilir með okkur jólaminningu.bc3b3kaormur-ruth-8

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *