Sorgarhópur í Selfosskirkju
Í apríl verður farið af stað með sorgarhópa í Selfosskirkju. Samveran byggist á stuttu innleggi og síðan umræðum er varða sorg og sorgarúrvinnslu. Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og geta þannig í trúnaði og einlægni rætt um líðan sína. Umsjón með samverunum hafa Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og prestar Selfosskirkju Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 20. apríl kl. 17:30 og næstu þrjá miðvikudaga á eftir. Óskað er eftir því að fólk skrái sig hjá prestunum á eitthvað af eftirfarandi netföngum: axel.arnason@kirkjan.is, ninnasif@gmail.com, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is