Sunnudagur 5. mars í Selfossprestakalli

Á sunnudaginn er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og verður því æskulýðsguðsþjónusta í Selfosskirku kl. 11:00.  Félagar úr Æskulýðsfélagi Selfosskirkju hafa ásamt leiðtoga sínum, Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, undirbúið stundina.  Þau sjá um lestra, tónlist og bænir en einnig leiða félagar úr Unglingakór Selfosskirkju okkur í léttum æskulýðssöngvum.  Stundin hentar allri fjölskyldunni þó unglingar séu þar í aðalhlutverki.   Prestur Guðbjörg Arnardóttir og organisti Edit A. Molnár.

Súpa og brauð verður í safnaðarheimilinu á eftir og um 12:30 hefst aðalsafnaðar Selfossóknar og eru öll þau sem áhugasöm eru um starfið í Selfosskirkju hvött til að koma

Um kvöldið verður svo kvöldguðsþjónusta á föstu í Hraungerðiskirkju.  Þar syngur Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna og er kórstjóri þeirra og organisti Ingi Heiðmar Jónsson.


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *