Sunnudaginn 26. nóvember verður sannarlega hægt að mæta í guðsþjónustu í prestakallinu.
Messa í Selfosskirkju kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13:30, Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kvöldmessa í Selfosskirkju þar sér Regína Ósk Óskarsdóttir um tónlistina og aldrei að vita nema hún taki 1-2 jólalög. Notaleg kvöldstund við kertaljós í rökkrinu. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.