Helgihald fyrsta sunnudags í aðventu í Selfossprestakalli verður með eftirfarandi hætti:
Í Selfosskirkju verður fjölskyldumessa kl. 11. Unglingakór kirkjunnar syngur ásamt kirkjukór undir stjórn Edit Molnár. Við heyrum jólasögu og kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Að lokinni messu gefst kostur á að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu, og þar verður líka kökubasar unglingakórsins. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Í Villingaholtskirkju verður aðventukvöld kl.20. Ræðumaður er Gunnlaug Hartmannsdóttir skólastjóri Flóaskóla. Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.