Aðventuheimsóknir leik – og grunnskóla á Selfossi

Selfosskirkja hefur iðað af lífi alla morgna í desember.  Um 950 börn í leik – og grunnskólum á Selfossi hafa komið í aðventuheimsóknir ásamt starfsfólki skólanna og við starfsfólk kirkjunnar lögðum mikinn metnað í að taka vel á móti þessum góðu gestum.  Það var mikið stuð á okkur þegar sungum  hressileg lög saman, svo kveiktum við á aðventukransinum og rifjuðum þannig upp jólasöguna sem sögð er í kirkjunni um hver jól og sýndum leikrit þar sem umfjöllunarefnið var jólahald í gamla daga og í nútímanum og hvað það er sem gefur jólunum raunverulegt gildi.

Á myndinni hér að neðan sjást æskulýðsfulltrúi og prestar kirkjunnar í leikmynd og búningum leikritsins sem við sýndum börnunum.

Hjartans þakkir fyrir komuna!

Kær kveðja, starfsfólk Selfosskirkju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *