Annar sunnudagur í aðventu í Selfossprestakalli

Sunnudaginn 10. desember verður nóg um að vera í Selfossprestakalli.
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11:00 þar sem Barnakórinn kemur fram í Lúsíubúningum og syngja Lúsíusálm.
Kirkjukórinn syngur einnig aðventusálma. 
Organisti Edit A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir. 
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð.

Aðventustund verður í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Þar syngur Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna aðventu- og jólasálma.
Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Hinir árlegu aðventutónleikar kirkjunnar verða kl. 16:00 og eru það þeir 40. í röðinni.
Fram koma kórar og tónlistarfólk úr héraði.  Aðgangseyrir er 3000 og rennur hann óskiptur til kaupa á nýjum flygli sem verður formlega afhentur á tónleikunum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *